beint flug til Færeyja

Þór/KA aftur í toppsætið

Lillý Rut í leik með Þór/KA. Mynd: Úr einkasafni

Þór/KA komst aftur í toppsæti Pepsi deildar kvenna í dag þegar liðið fékk Breiðablika í heimsókn á Þórsvöll. Fyrir leikinn voru liðin bæði taplaus í deildinni en Þór/KA gerði jafntefli í síðasta leik eftir að hafa unnið fyrstu fimm leikina í sumar, Breiðablik hafði fyrir leikinn sigrað alla sína leiki eða sex leiki.

Eftir hálftíma leik kom Sandra María Jessen heimakonum yfir með laglegum skalla þegar hún stangaði fyrirgjöf Huldu Bjargar Hannesdóttur í netið.

Blikar voru töluvert meira með boltann þá sérstaklega í síðari hálfleik þar sem Þór/KA lagðist aftar á völlinn og varðist frábærlega.

Þór/KA ógnaði með skyndisóknum og eftir eina slíka skoraði Sandra María annað mark sitt og kom Þór/KA í 2-0, skömmu fyrir leikslok.

 

staðan í Pepsi deildinni

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó