Gæludýr.is

Þór/KA aftur á toppinnmynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór/KA aftur á toppinn

Þór/KA fór aftur á topp Pepsi deildar kvenna í kvöld með sigri á Stjörninni á Þórsvelli.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimakonur en markið skoraði Ariana Catrina Calderon á 22. mínútu eftir hornspyrnu.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði svo Anna Rakel Pétursdóttir fyrir Þór/KA og Sandra María Jessen bætti svo við þriðja markinu á 59. mínútu.

Anna María Baldursdóttir náði að minnka muninn fyrir gestina á 76. mínútu en lengra komust þær ekki og heimakonur í Þór/KA unnu því leikinn 3-1 og fara eins og fyrr segir aftur á topp Pepsi deildar kvenna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó