Þórsarar eru ekki lengur í fallsæti Inkasso deildarinnar í fótbolta eftir góðan útisigur á Fram á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur 1-3 fyrir Þór.
Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Jónas Björgvin Sigurbergsson kom Þórsurum yfir með stórglæsilegu marki en skot Jónasar fór í stöng og inn. Jóhann Helgi Hannesson bætti við tveim mörkum og kom Þórsurum í örugga forystu.
Heimamenn klóruðu í bakkann undir lokin og Högni Madsen minnkaði muninn í 1-3 á 81.mínútu en nær komust Framarar ekki.
Fram 1 – 3 Þór
0-1 Jónas Björgvin Sigurbergsson (‘5)
0-2 Jóhann Helgi Hannesson (’27)
0-3 Jóhann Helgi Hannesson (’47)
1-3 Högni Madsen (’81)
UMMÆLI