Þórsarar töpuðu í dag á útivelli fyrir ÍR 2-1. Lokamínútur leiksins voru vægast sagt ótrúlegar því mörkin þrjú komu öll eftir 85. mínútu en leikurinn hafði fram að því verið fremur bragðdaufur.
Sveinn Elías Jónsson kom Þórsurum yfir á 85. mínútu en það entist ekki lengi þar sem Viktor Örn Guðmundsson jafnaði metin á 89. mínútu. Á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Sergine Modou sigurmark ÍR-inga og lokatölur því 2-1 á Hertz vellinum.
Þórsarar eru búnir að eiga erfiða byrjun og eru nú í fallsæti með aðeins með 3 stig eftir 5 leiki.
UMMÆLI