Tveir leikir fara fram í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og verður annar þeirra háður á Akureyri þar sem Þórsarar fá HK-inga í heimsókn á Þórsvöll klukkan 19:15.
Búast má við hörkuleik en þessi lið hafa jafnmörg stig að loknum átta umferðum, eru bæði með níu stig í 8. og 9.sæti deildarinnar og geta með sigri lyft sér upp í sjötta sætið.
Eins og jafnan fyrir heimaleiki Þórs verður boðið upp á hamborgara og kók á 1000 krónur í félagsheimilinu og opnar húsið klukkutíma fyrir leik, eða klukkan 18:15.
Smelltu hér til að skoða upphitun thorsport.is fyrir leik kvöldsins
UMMÆLI