Þór burstaði Magna í fyrstu umferð Lengjubikarsins

Þór burstaði Magna í fyrstu umferð Lengjubikarsins

Þór tók á móti Magna frá Grenivík í fyrstu umferð A-riðils Lengjubikarsins í Boganum í kvöld.

Leiknum lauk með 7-0 sigri heimamanna en mörkin skoruðu Jakob Snær Árnason 2 mörk, Jóhann Helgi, Ignacio Gil, Jónas Björgvin, Alvaro Montejo og Guðni Sigþórsson eitt mark hver.

Leikurinn var sem fyrr segir í fyrstu umferð riðilsins en ásamt Þór og Magna eru ÍA, Stjarnan, Grindavík og Leiknir Reykjavík í riðlinum.

Næsti leikur Þórsara er gegn Leikni Reykjavík á laugardaginn kemur, 23. febrúar, í Egilshöll í Reykjavík klukkan 15:15.

Næsti leikur Magna er einnig á laugardaginn þegar liðið mætir Grindavík í Akraneshöllinni klukkan 16:00.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó