Þór á besta stuðningsmannalag Íslands

Mjölnismenn á góðum degi. Mynd: Eva Björk

Útvarpsþátturinn Brennslan, í umsjón Hjörvars Hafliðasonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, á FM957 hefur staðið fyrir kosningu á besta stuðningsmannalagi Íslands í vikunni. Í dag var komið að úrslitum en þar voru framlög frá sex félögum, Fjölni, Haukum, ÍBV, KR, Tindastóli og Þór.

Að lokinni hlustendakosningu var svo dómnefnd sem kaus besta lagið en Þór og Tindastóll komust í lokaúrslit og hafði lag Þórsara, Deyja fyrir klúbbinn í flutningi Dagnýjar Elísu Halldórsdóttur, betur gegn Sauðkrækingum. Dómnefnd var skipuð Gunnleifi Gunnleifssyni, Hjálmari Erni Jóhannssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Theodóri Pálmasyni.

Bjarni Hafþór Helgason samdi lag og texta en lagið var gefið út síðla sumars 2011. Þess má til gamans geta að söngkonan Dagný Elísa er dóttir Halldórs Áskelssonar sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður Þórs frá upphafi.

Smelltu hér til að hlusta á lagakeppnina

Hér að neðan má svo hlusta á lagið við myndband sem yljar Þórsurum eflaust um hjartarætur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó