NTC

Þór áfram í bikarnum eftir sigur á SnæfelliMynd: Þórir Tryggva

Þór áfram í bikarnum eftir sigur á Snæfelli

Þórsarar komust í kvöld áfram í 16 liða úrslit í Geysis bikarnum eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi 70-92.

Þórsarar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn, en leyfðu öllum 12 leikmönnunum á leikskýrslu samt að taka þátt í leiknum í kvöld.

Stigahæstur hjá Þór var Jamal Palmer með 16 stig, Erlendur Ágúst gerði 15 stig og næstur var Pabo Hernández með 12 stig.

Hjá heimamönnum í Snæfell var Guðni Sumarliðason með 15 stig, Brandon Cataldo 13 stig og Anders Gabriel með 10 stig.

Næsti leikur Þórsara er gegn toppliði Dominos deildarinnar þegar Keflavík kemur norður en sá leikur er fimmtudaginn 7. nóvember kl 19:15.

Sambíó

UMMÆLI