Í gærmorgun var undirritaður nýr kjarasamningur milli BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og því hefur verkföllum verið frestað. Þjónusta Akureyrarbæjar færðist því í eðlilegt horf á ný í gær, eftir því sem við á í dag, og eftir helgina.
Sundlauginn á Akureyri opnaði í gær, ferliþjónusta og akstur strætisvagna hefst á ný, malbikunarstöð hefur framleiðslu, verkefni umhverfismiðstöðvar halda áfram að fullum krafti og þjónustuver bæjarins verður opið með venjubundnum hætti á mánudag. Þetta kemur fram á vef bæjarins.
UMMÆLI