NTC

Þetta er mín saga – Hver er þín saga?

Margrét Harpa Þorsteinsdóttir skrifar:

Ég fæddist á sveitabæ rétt norðan við Akureyri og flyt til Akureyrar 16 ára gömul því þá var ég orðin fullorðin. Ég er búin að vera hér síðan, náði mér í Akureyring eða réttara sagt, hann blikkaði mig í Hlíðarbæ og ég kolféll fyrir honum stórum og stæðilegum manni. Ég var aðeins 17 ára gömul og á hann enn. Við eigum saman þrjú börn og fjögur barnabörn og eitt á leiðinni.

Mér finnst Akureyrarbær mátulega stór, góð þjónusta í grunnskólunum, í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Menntaskólanum á Akureyri, þetta eru allt frábærir skólar.

Ég hef verið drottning í ríki mínu, haft tök á því að vera heima hjá börnum mínum þegar þau voru lítil. Ég fékk tækifæri að gegna því mikilvæga starfi að vera húsmóðir.

Ég vel að búa á Akureyri að því að mér finnst þjónusta góð, góðar sundlaugar, fjallið er paradís og stutt í náttúruna. Útivistarsvæðin, Krossanesborgir, Kjarnaskógur og Hvammsskógur eru dýrmætar perlur sem við hjónin notum mikið. Alls staðar eru góðar gönguleiðir í fallega bænum okkar. Fallegasti staðurinn á landinu er Eyjafjörður ,,Hér er best að búa“

Sjá einnig:

Þetta er mín saga – Hver er þín saga?

Þetta er mín saga – Hver er þín saga?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó