Vorkoma Akureyrarstofu var haldin kl. 13 í dag í menningarhúsinu Hofi. Þar voru starfslaun listmanns Akureyrar 2017-2018 kynnt, ásamt heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs, Byggingarlistaverðlaun Akureyrar og viðurkenning Húsverndarsjóðs.
Orri Harðarson, rithöfundur og tónlistarmaður, var valinn bæjarlistamaður Akureyrar af fjölmörgum umsækjendum. Aðeins einn listamaður var valinn og hann hlýtur launin í eitt ár, eða fram að næsta sumri.
Orri er búsettur í innbænum með fjölskyldu sinni og hefur gefið út þrjár skáldsögur meðal annars, eftir að hann sagði skilið við tónlistina. Það eru bækurnar Alkasamfélagið, Stundarfró og Endurfundir.
UMMÆLI