Þessi eru staðfest á Eina með öllu!Ljósmynd: einmedollu.is

Þessi eru staðfest á Eina með öllu!

Undanfarnar vikur hefur bæjarhátíðin Ein með öllu tilkynnt á heimasíðu sinni frá ýmsu tónlistarfólki og öðrum skemmtikröftum sem staðfest hefur verið að komi fram á hátíðinni. Eftirfarandi nöfn hafa þegar komið fram:

  • Herra Hnetusmjör
  • Aron Can
  • Prettyboitjokko
  • Kristmundur Axel
  • Bríet
  • Birnir
  • Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Bangsímon
  • Kata Vignis verður kynnir hátíðarinnar

Til viðbótar við þessa skemmtikrafta verður fjöldinn allur af viðburðum. Má þar nefna strandhandboltamót í Kjarnaskógi, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, Mömmur og möffins á Ráðhústorgi og ýmislegt fleira.

Lesendur geta fylgst með fréttum um hátíðina hér á Kaffinu sem og á heimasíðu hátíðarinnar.

UMMÆLI

Sambíó