NTC

Þessar hlutu heiðursviðurkenningar Góðvina HAFrá vinstri til hægri: Fanney Gunnarsdóttir, Erla Salome Ólafsdóttir, Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir og Silja Rún Friðriksdóttir

Þessar hlutu heiðursviðurkenningar Góðvina HA

Á Háskólahátíð heiðruðu Góðvinir Háskólans á Akureyri í 20. skipti kandídata sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu háskólans með því að kynna háskólann, efla félagslífið og sitja í hagsmunanefndum fyrir hönd stúdenta.

Góðvinir eru félag brautskráðra stúdenta frá Háskólanum á Akureyri. Helstu markmið félagsins eru að auka tengsl háskólans við fyrrum nemendur sína, styðja við uppbyggingu skólans, tryggja félagsfólki greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu skólans, ásamt því að tekjum verði ráðstafað til uppbyggingar lærdóms og rannsókna við skólann. Stjórn hefur í vetur unnið að stofnun sjóðs og fjármögnun hans. Verið er að leita til fyrirtækja og til að styrkja fjárhagslegan grundvöll félagsins.

Góðvinir hafa veitt áðurnefndar heiðursviðurkenningar frá árinu 2004 og er sérsmíðuð gullnæla veitt þeim sem hljóta heiðurinn. Nælan, sem er hönnuð af Kristínu Petru Guðmundsdóttur gullsmið, er eftirlíking af listaverkefninu Íslandsklukkunni sem stendur á háskólasvæðinu.

Góðvinir veittu í þetta sinn fjórum kandídötum heiðursvipurkenningar. Nánari umfjöllun um verðlaunahafana má finna í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri með því að smella hér. Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

Kandídat í framhaldsnámi sem hlaut viðurkenningu var Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir. Hér stendur hún við hlið fyrrum rektors Háskólans á Akureyri, Eyjólfs Guðmundssonar.
Kandídatar í grunnnámi á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði sem hlutu viðrkenningu voru Erla Salome Ólafsdóttir, kandídat í hjúkrunarfræði og Fanney Gunnarsdóttir, kandídat í líftækni. Þær standa hér við hlið Bjarka Brynjólfssonar, stjórnarmeðlim Góðvina og Eyjólfs Guðmundssonar, fyrrum rektors Háskólans á Akureyri.
Kandídat í grunnnámi á Hug- og félagsvísindasviði sem hlaut viðurkenningu var Silja Rún Friðriksdóttir

Sambíó

UMMÆLI