Framsókn

The Color Run snýr aftur til Akureyrar næsta sumar

The Color Run snýr aftur til Akureyrar næsta sumar

Litahlaupið snýr aftur til Akureyrar í sumar og fer fram laugardaginn 27. júní. Þetta verður í þriðja sinn sem The Color Run verður haldið á Akureyri en alls tóku 5.000 manns í hlaupunum árin 2017 og 2018.

Aðstandendur Litahlaupsins eru gríðarlega ánægðir með að komast aftur með hlaupið norður og gefa Akureyringum tækifæri á að taka þátt á heimavelli í stað þess að þurfa að fara til Reykjavíkur til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. The Color Run er eftirsóknarverður viðburður um allan heim, enda meira en 200 litahlaup þvers og kruss um veröldina á hverju ári sem gerir þetta stærstu viðburðaseríu í heimi.

Síðastliðið sumar gafst ekki færi á að halda hlaupið hér fyrir norðan vegna þess að búnaðurinn sem fylgir Litahlaupinu þurfti að fara í notkun í Danmörku og Englandi strax að loknu hlaupinu sem fram fór í Reykjavík. Næsta sumar er hins vegar búið að tryggja að hægt verði að koma með Color Run sirkusinn aftur til Akureyrar.

Viðburðarsvæðið verður við hlið Akureyrarvallar líkt og áður þar sem hitað verður upp fyrir hlaup og sömuleiðis fer skemmtunin eftir hlaup fram á sama stað. Hlaupið verður í gegnum miðbæ Akureyrar til suðurs til móts við skautahöllina og aftur til baka. Á leið hlaupara verða fjögur litahlið þar sem þátttakendur verða baðaðir litapúðri með tilheyrandi skemmtun. 

Litahlaupið er fyrst og fremst fjölskylduskemmtun þar sem engin aldursmörk eru á þátttakendum. Ef fólk er tilbúið að skemmta sér og hreyfa sig í leiðinni, þá er The Color Run málið. Þetta snýst samt ekkert um að hlaupa því það er engin tímataka og það eru allir sigurvegarar, hver á sínum forsendum. Fólk má hlaupa, skokka, valhoppa, rölta eða labba. Það er allt leyfilegt í Litahlaupinu, nema hlaupahjól og reiðhjól auðvitað en það er bara vegna slysahættu. Barnakerrur eru í góðu lagi þó.

Color Run er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og gaman að fá þennan viðburð aftur til Akureyrar en uppselt hefur verið í hlaupið undanfarin ár í Reykjavík. Miðasala hefst í dag á tix.is og er miðaverð 3.000 kr. fram að jólum.

Þessi færsla er kostuð. Til þess að fá upplýsingar um auglýsingar á Kaffinu getur þú smellt hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó