Þaulinn 2024 í fullum gangiEyjafjörðurinn er sannarlega fagur. Þaulinn er ætlaður til að sýna fólki fegurð hans og nágrennisins.

Þaulinn 2024 í fullum gangi

Árlegur gönguleikur Ferðafélags Akureyrar, Þaulinn, er hafinn. Leikurinn gengur út á að fara á fimm stöðvar fyrir fullorðna og þrjár stöðvar fyrir börn. Stöðvarnar hafa verið staðsettar með það í huga að kynna fyrir Akureyringum og nærsveitungum þá útivistarmöguleika og ýmsu gönguleiðir sem eru til staðar í Eyjafirði.

Stöðvarnar sem urðu fyrir valinu þetta árið eru eftirfarandi:

  • Baugasel
  • Draflastaðafjall
  • Miðvíkurfjall
  • Stíflan á Glerárdal
  • Þingmannahnjúkur

Á hverri stöð eru gögn frá FFA; kassi með plastumslagi og gestabók. Ef gestabók er fyrir á staðnum þá er plastumslagið að finna í kassa hjá gestabókinni. Í umslaginu er gatari, kort og leyniorð eða þraut sem á að skrifa á svarblaðið. Vinningar eru í boði fyrir þá sem ganga á allar stöðvar. Til að eiga möguleika á vinningi þarf að skila útfylltu og götuðu svarblaði á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar fyrir 20. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar, gönguleiðir og fleira má finna á heimasíðu FFA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó