Opið hús er í Slökkvistöðinni á Akureyri í dag fyrir bólusetningar. Um 500 manns hafa mætt í dag en allir sem ætla yfir höfuð að nýta sér bólusetningu eru beðnir um að mæta sem fyrst í dag.
Sjá einnig: Opið hús hjá Slökkviliði Akureyrar – „Pfizer í boðið fyrir bros“
„Það hafa um 500 manns mætt í dag sem er frekar dræm mæting en auðvitað styttist í að allir verði bólusettir. Biðjum um að þeir sem ætla yfir höfuð að nýta sér bólusetningu mæti sem fyrst í dag og fyrir klukkan 14:00,“ segir Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í svari við fyrirspurn Kaffið.is.
Bólusett er með Pfizer bóluefninu í dag og Guðný segir að þeir sem hafa þegar fengið Covid séu líka velkomnir í bólusetningu í dag en að þeim standi líka til boða að fá Janssen í næstu viku. Í næstu viku verður bólusett með Janssen fyrir alla sem eftir eru og eru 18 ára og eldri.
UMMÆLI