NTC

Þátturinn alls ekki fyrir viðkvæma

Þátturinn alls ekki fyrir viðkvæma

Í kvöld kl. 21 – 23 er þátturinn Pörupiltar á dagskrá FM Trölla. Þátturinn er á dagskrá alla föstudaga.

Það eru vinirnir Valur Smári og Trausti Snær sem stjórna þættinum í beinni útsendingu frá Studio 6 á Akureyri.

Þeir félagar tala um ýmislegt sem aðrir þora ekki að tala um svo þátturinn er alls ekki fyrir viðkvæma.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Sambíó

UMMÆLI