NTC

Þakklát Mörtu og Þorvaldi fyrir að sjá eitthvað í sérSkjáskot: RÚV

Þakklát Mörtu og Þorvaldi fyrir að sjá eitthvað í sér

Birna Pétursdóttir hlaut Grímuverðlaunin í kvöld fyrir hlutverk sitt sem Daði dreki í Benedikt Búálfi, sýningu Leikfélags Akureyrar. Birna fagnaði vel og innilega þegar að Þórhallur Sigurðsson og Edda Björgvinsdóttir afhentu henni verðlaunin í Tjarnarbíói í kvöld.

Sjá einnig: Birna fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki á Grímuverðlaununum

„Ég er svo aldeilis hissa. Fyrst og fremst langar mig að þakka Mörtu Norðdahl og Þorvaldi Bjarna fyrir að sjá eitthvað í mér fyrir þremur árum og bjóða mér inn í leikhúsið og skapa þar aðstæður þar sem að ég gat slitið barnskónum og dafnað. Svo langar mig að þakka Völu Fannell, leikstjóra, Ólafi, höfundi, leikhópnum öllum, ótrúlegur hópur sem að betur fer er hérna, það fengust nokkrir aukamiðar. Svo langar mig að þakka leikhópnum Umskiptingum, Vilhjálmi Bergmanni Bragasyni og Auði Ösp, þið eruð salt jarðar. Maðurinn minn Árni Þór, bestur, börnin mín Theodór og Astrid. Síðast en alls ekki síst, og alltaf fyrst og fremst, langar mig að þakka mömmu minni og pabba, þið eruð mér allt og ég á ykkur allt að þakka. Takk,“ sagði Birna þegar að hún tók við verðlaununum.

Sambíó

UMMÆLI