Textarnir af Heimagerðum veruleika komnir á netið

Textarnir af Heimagerðum veruleika komnir á netið

Í desember gáfu Akureyringarnir Sigurður Kristinn Sigtryggsson og Heimir Björnsson í Offbít út plötuna Heimagerður veruleiki. Heimir Björnsson samdi textana við lögin á plötunni og nú eru hægt að nálgast þá alla með því að smella hér.

Sjá einnig: Heimir gefur út textann við Örkin hans nóa

„Hégóminn er harður húsbóndi. Við, ég og Siggi Sigtryggsson, í Offbít, gáfum í desember út plötu sem heitir Heimagerður veruleiki. Ég hafði fyrir því að setja alla textana mína af plötunni á lyricgenius og vil benda ykkur á að kíkja þangað ef ykkur langar að lesa þá eða rýna í þá. Ég er nefnilega frekar stoltur af þessari plötu,“ skrifar Heimir á Facebook.

Plötuna Heimagerður veruleiki má nálgast hér.

Sjá einnig: Heimir og Siggi gefa út tónlist saman á ný: „Byrjuðum að gera saman tónlist um aldamótin“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó