NTC

Tengdasonur Kate Winslet ættaður frá Siglufirði

Tengdasonur Kate Winslet ættaður frá Siglufirði

Það er ekki ólíklegt að Hollywood-stjarnan Kate Winslet sé þekktasta tengdamóðir sem Íslendingur hefur átt segir á vefsíðu DV.is. Þannig vill nefnilega til að einkadóttir leikkonunnar, Mia Honey Threapleton, hefur verið í sambandi við ungan íslenskan mann, Unnar Snæ Þorsteinsson, sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Arion banka.

Unnar Snær er sonur Siglfirðingsins Þorsteins Guðbrandssonar og sonasonur Guðbrands Magnússonar kennara á Siglufirði og Önnu Júlíu Magnúsdóttur. Guðbrandur og Anna Júlía eignuðust átta börn og er Þorsteinn Guðbrandsson yngstur þeirra systkina.

Mia Honey er dóttir Winslet og leikstjórans Jim Threapleton sem var fyrsti eiginmaður stórleikkonunnar. Hún hefur að mestu haldið sig fyrir utan sviðsljósið en hefur nýlega byrjað að feta rólega í fótspor móður sinnar á hvíta tjaldinu.

Samband þeirra Miu og Unnars hefur ekki farið hátt þó það hafi varað í nokkur ár. Sagan af því hvernig ástin kviknaði er þó afar hugljúf.

Það eru margir sem muna eftir heimildarmyndinni um einhverfa sólskinsdrenginn Kela sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2009. Myndin fjallaði um baráttu fjölskyldu Kela, ekki síst móður hans Margrétar Dagmar Ericsdóttur, um betra líf fyrir sonar síns sem er með einhverfu á hæsta stigi og hefur aldrei getað talað. Læknar höfðu talið að Keli væri með vitsmuni á við smábarn en í myndinni er fjallað um hvernig Keli nær að tjá sig í fyrsta skipti og sýna fram á að hann væri með fulla greind en væri bara fangi í eigin líkama.

Fjölskyldan flutti út til Austin í Texas í leit að að betra lífi fyrir Kela sem heitir fullu nafni Þorkell Skúli Þorsteinsson. Unnar Snær er eldri bróðir hans.

Frétt: Trölli.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó