Framsókn

Telur nemendur eiga fullan rétt á 100% endurgreiðslu

Telur nemendur eiga fullan rétt á 100% endurgreiðslu

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að miðað við það sem hann hafi séð og lesið í fjölmiðlum hafi nemendur Menntaskólans á Akureyri ríkari rétt vegna útskriftarferðar sinnar en ætla megi í málflutningi Tripical. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Segir alla nemendur vilja fá ferðina endurgreidda

Breki segir að málið sé ekki enn komið inn á borð Neytendasamtakanna en kallar eftir því að nemendur leiti þangað sem fyrst. Eins og við greindum frá í gærkvöldi þá hafa nemendur Menntaskólans til klukkan 14:00 í dag til þess að ákveða hvort þeir treysti sér í ferð til Ítalíu þann 8. júní. Þetta fengu nemendur að vita í tölvupósti frá ferðaskrifstofu Tripical í gærkvöldi.

Nemendum eru boðnir fjórir valkostir ef þeir treysta sér ekki til Ítalíu. Enginn af þeim felur þó í sér fulla endurgreiðslu á ferðinni sem hver nemandi hefur borgað 200 þúsund krónur fyrir.

Breki segir þó að nemendur eigi fullan rétt á 100% endurgreiðslu í samtali við mbl.is

„Að óat­huguðu máli eiga þeir rétt á 100% rétt á end­ur­greiðslu. Þetta er í raun al­veg út í hött því miðað við það sem maður hafði heyrt í mál­flutn­ingi mennt­skæl­ing­anna var búið að slá ferðina af. Það að veita  sól­ar­hrings­fyr­ir­vara er síðan auðvitað alltof stutt­ur tími,“ seg­ir Breki á mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI