Lögreglan á Akureyri beinir nú rannsókn sinni vegna brunans við Hafnarstræti 37 í síðasta mánuði, að þurrkara í húsinu. Þetta kemur fram á mbl.is.
Sjá einnig: Eldur í timburhúsi við Hafnarstræti
67 ára karlmaður lést á gjörgæsludeild Landspítalans eftir brunann. Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir á mbl.is að nú sé beðið niðurstöðu tæknideildar sem og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að finna eldsupptök.
Grunurinn beinist að þurrkaranum en ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í málið