Framsókn

Telja Akureyri geta orðið menningarhöfuðborg Evrópu

Telja Akureyri geta orðið menningarhöfuðborg Evrópu

Menningarfélag Akureyrar telur að Akureyri eigi fullt erindi til þess að bera nafnbótina menningarhöfuðborg Evrópu. Menningarfélagið hvetur bæjaryfirvöld til þess að stefna að því árið 2030. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu sem menningarhöfuðborg Evrópu. Framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, telur að Akureyri geti fyllilega staðið undir nafnbótinni og eigi að setja stefnuna á að verða gjaldgengur umsækjandi.

„Við lítum á þetta sem ákveðið tækifæri fyrir Akureyri, bæði til þess að lyfta upp menningarlífinu og sýna alla þá starfsemi sem fer hér fram og þá atvinnumennsku sem á sér stað í menningarmálum. Tilgangurinn sé þó einnig að komast í samband og samvinnu við fólk sem starfar við menningarmál í Evrópu og líta á þessa nafnbót og sem því fylgir sem tækifæri til framþróunar í menningarmálum,“ segir Þuríður í samtali við fréttastofu RÚV en umfjöllun RÚV má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó