Tekinn á 108 kílómetra hraða á Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri.

Ökumaður á Akureyri verður sviptur ökuréttindum vegna hraðaaksturs í nótt. Ökumaðurinn mældist á 108 kílómetra hraða á Hlíðarbraut þar sem hámarkshraðinn er 50 kólómetrar.

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglu sem átti annasaman dag í gær en sex einstaklingar hafa verið handteknir á Akureyri vegna gruns um alvarlega líkamsáras og frelsissviptingu. Einstaklingarnir hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglunni á Akureyri í dag.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó