Talsvert af rusli eftir flugelda á götum bæjarins

Sóðalegt

Sóðalegt

Talsvert af rusli eftir sprengjur og flugelda um áramótin liggur nú á götum bæjarins og við lóðamörk. Það er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra sem sprengja og skjóta upp flugeldum að hreinsa upp eftir sig.

Pappakössum utan af stórum sprengitertum má segja í gáma fyrir bylgjupappa og sléttan pappa á grenndarstöðvum en terturnar sjálfar og ýmislegt annað sem sprengt hefur verið, er svo hlaðið púðri og sóti að það er alls ekki æskilegt í flokkun og á helst heima með almennu heimilissorpi til förgunar.

Helgi Pálsson hjá Gámaþjónstu Norðurlands segir að megn púður- og brunalykt af þessu dóti hverfi ekki svo auðveldlega þegar að endurvinnslu kemur, heldur smiti út í annað hreint efni og geri það að heldur ókræsilegri vöru. „Sprengjuhólkarnir eru sorp en umbúðir utan um flugelda og stórar tertur, pappa og bréf, má setja í þar til gerða gáma,“ segir Helgi í samtali við Akureyri.is

Frá og með föstudeginum 6. janúar og alla næstu viku verða sérstakir gámar fyrir jólatré við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, leikvöll við Bugðusíðu, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti, Skautahöll og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Trén verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó