NTC

Talsverðar skemmdir á Hverfjalli í Mývatnssveit

Ferðamenn ganga eftir merktum göngustíg á Hverfjalli.
Mynd: icelandtravel.is.

Talsverðar skemmdir urðu á Hverfjalli þegar hópur fólks gekk í hlíðum fjallsins utan merktra gönguleiða, en það er stranglega bannað því fjallið er friðlýst. Það er aðeins leyfilegt að ganga á Hverfjalli eftir sérstaklega merktri gönguleið sem liggur frá bílastæði við norðvestanvert fjallið. Svo virðist sem hópurinn hafi lagt bílum sínum áður en komið var á bílastæðið og gengið þar upp.

Í viðtali við RÚV segir Arna Hjörleifsdóttir, landvörður Umhverfisstofnunar við Mývatn, að einstaka sinnum hafi það gerst að fólk hafi farið út fyrir gönguleiðina en aldrei í svona stórum hópi. Nú er á fullu verið að vinna í því að afmá slóðina en það reynist hægara sagt en gert þegar slóðin er jafn áberandi. Hún segir þó að yfirleitt sé þetta fólk sem veit ekki betur og horfir bara ekkert í kringum sig.  Nú ætla þau að vinna í því að merkja slóðina enn betur svo að þetta komi ekki aftur upp.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó