Lagið Tala minn skít með Saint Pete og Herra Hnetusmjör hefur verið tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 sem lag ársins í flokki hipphopps og raftónlistar. Lagið er af plötunni Græni Pakkinn sem tónlistarmaðurinn Pétur Már Guðmundsson, Saint Pete, gaf út á síðasta ári.
Saint Pete gaf út sitt fyrsta lag, Akureyri, árið 2024 og fylgdi því eftir með plötunni sem sló í gegn. Öll sex lög plötunnar fóru beint á topplista Spotify yfir mest spiluðu lög Íslands og Tala minn skít var eitt af vinsælli lögum Íslands á síðasta ári.
Pétur Már hefur slegið í gegn eftir útgáfu plötunnar en hann var einnig tilnefndur sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2025. Þá er grafísk hönnun plötunnar Græni Pakkinn tilnefnd í fokknum Tónlistargrafík ársins. Viktor Weisappel frá Strik Studio hannaði plötuumslagið.
Hér má sjá allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025