Gæludýr.is

Takmarkanir innanlands framlengdar

Takmarkanir innanlands framlengdar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19 til 20. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

„Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er þróun faraldursins rakin frá því að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hér á landi var aflétt 26. júní síðastliðinn og slakað á sýnatökum hjá farþegum á landamærunum. Sóttvarnalæknir bendir á að þessar tilslakanir hafi verið gerðar í ljósi þess að smit innanlands voru fátíð og um 70% þjóðarinnar fullbólusett. Tveimur til þremur vikum eftir afléttingu sóttvarnaaðgerða hafi smitum innanlands tekið að fjölga, fjölgun hafi orðið á innlögnum á Landspítala og alvarleg veikindi aukist. Í þessari bylgju hafi smit og alvarleg veikindi verið algengari en áður hjá óbólusettum börnum og tvö alvarlega veik börn lagst inn á sjúkrahús,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Aðgerðir innanlands og á landamærum voru hertar í kjölfar fjölgunar smita og í kjölfarið fækkað þeim og eru nú um 20-60 smit á dag. Sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) og alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) spá aukinni útbreiðslu í byrjun vetrar og hafi hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, nándarreglu og notkunar andlitsgrímu við skilgreinda viðburði.

Sóttvarnalæknir leggur því til að óbreyttar takmarkanir innanlands verði framlengdar í a.m.k. einn mánuð. Ráðherra fellst á framlengingu en telur rétt að sú ákvörðun verði endurskoðuð eftir hálfan mánuð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó