Framsókn

Tæplega 220 skemmtiferðaskip til Akureyrar í ár

Tæplega 220 skemmtiferðaskip til Akureyrar í ár

Útlit er fyrir að árið verði gott hjá  Hafnasamlagi Norðurlands varðandi komur skemmtiferðaskipa en bókaðar hafa verið 218 komur til Akureyrar, 55 til Grímseyjar og 6 til Hríseyjar. Sigríður María Róbertsdóttir, markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands segir að það sé óhætt að segja að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé nánast búinn að ná sér efir gríðarlega niðursveiflu árin 2020 til 2021, á kórónuveirutímanum. Þetta kemur fram í umfjöllun Vikublaðsins.

Fyrsta skipið er væntanlegt 1. apríl næstkomandi og það seinasta fer 11. október. Árið 2022 var tekið á móti 198 skipum með um 134 þúsund farþegum en það er um 18 þúsund farþegum færra en árið 2019.

Sigríður segir að hlutfall bókaðra farþega í skipin síðasta sumar hafi verið ívið lægra en tíðkast hefur.

„Helsta breytingin á samsetningu farþega síðastliðið ár var sú að lægra hlutfall farþega kom frá Evrópuþjóðum á meðan töluverð fjölgun var á farþegum frá Norður Ameríku en ef við reiknum með svipuðu bókunarhlutfalli og í fyrra þá gætum við átt von á um 190 þúsund farþegum til hafna Hafnasamlags Norðurlands í sumar,“ segir Sigríður í samtali við Vikublaðið.

Nánari umfjöllun má nálgast í Vikublaðinu og á vef Vikublaðsins með því að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó