Tæplega 116 milljónir í frístundastyrki Akureyrarbæjar

Tæplega 116 milljónir í frístundastyrki Akureyrarbæjar

Árið 2023 nutu 2.703 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar, eða tæplega 84% þeirra sem áttu rétt á styrknum, sem er 2% aukning frá árinu á undan.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar nam 45.000 krónum á hvern iðkanda árið 2023. Í heildina var tæplega 116 milljónum króna varið í frístundastyrki í 3.637 skráningum sem jafngildir styrk upp á 42.875 krónur að meðaltali á hvern iðkanda.

Kynjahlutfall skráninga var hér um bil jafnt, 50,3% drengir og 49,6% stúlkur. Nýtingin var áberandi mest hjá 10 og 11 ára börnum þar sem 92-95% af þeim aldurshópi notaðist við frístundastyrkinn í einhverri mynd, þar af voru 97% ellefu ára stúlkna sem voru skráðar með nýtingu árið 2023. Flestar skráningar, eða tæplega 37%, voru hjá Íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Samstarfsaðilar (íþrótta-, æskulýðs og tómstundafélög auk fyrirtækja) sem tóku við frístundastyrk árið 2023 voru þrjátíu og níu.

Markmið með frístundastyrk Akureyrarbæjar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

Frístundastyrkur Akureyrbæjar árið 2024 er 50.000 krónur og gildir fyrir öll börn fædd árið 2007 til og með árinu 2018.

Minnisblað um frístundastyrk Akureyrarbæjar 2023.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó