Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri

Dagný Linda Kristjánsdóttir ólympíufari og skíðaþjálfari

Dagný Linda Kristjánsdóttir ólympíufari og skíðaþjálfari

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember klukkan: 17:15 – 19:15. Ráðstefnan er til kynningar á sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum.

Á ráðstefnunni munu fræðimenn og þjálfarar halda erindi um hvernig sé hægt að þjálfa karakter. Fyrirlesarar verða Dr. Hafrún Kristjánsdóttir lektor í íþróttumfræðum við Háskólann í Reykjavík, Dr. Viðar Halldórsson lektor í félagsvísindum við Háskóla Íslands, Pálmar Ragnarsson körfuknattleiksþjálfari, Dagný Linda Kristjánsdóttir ólympíufari og skíðaþjálfari. Fleiri fyrirlesarar munu verða kynntir á næstu dögum.

Við viljum vekja athygli á því að Akureyrarbær bíður þátttakendum á ráðstefnuna þeim að kostnaðarlausu og eru þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér:
http://www.isi.is/fraedsla/hadegisfundir/synum-karakter/

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó