Jónína Björt Gunnarsdóttir, söng- og leikkona á Akureyri, lætur covid ekki stoppa sig í að gera það sem hún gerir best. Á þessum skrítnu tímum, þegar samkomur eru engar, eru verkefnin ekki svo mörg hjá listamönnum. Jónína tók upp á því að taka upp og birta lög á hverjum degi í apríl sem hefur vakið töluverða athygli.
Lögin eru jafn misjöfn og þau eru mörg, allt frá íslenskum dægurlögum, söngleikjum, óperu og Billie Eilish í James Blunt. Í lögunum fær hún til liðs við sig ýmsa listamenn sem spila undir eða syngja með. Ljóst er að þessi hæfileikaríka söngkona getur sungið flest og skemmt landsmönnum í leiðinni með fallegum söng. Lögin má öll nálgast undir hashtagginu #lagádagícovidslag
UMMÆLI