Sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn fyrrum boccia-þjálfara dóttur sinnar

Sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn fyrrum boccia-þjálfara dóttur sinnar

Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem var í mars ákærð vegna líflátshótana gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrum bocciaþjálfara dóttur sinnar hefur verið sýknuð af ákærunum. Vigfús er grunaður um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum og var kærður fyrir þremur árum. Frá þessu er greint á Vísi.

Guðrúnu var gefið að sök að hafa komið inn á vinnustað mannsins og hótað honum lífláti. Henni var gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“.

Í dómnum segir að Guðrún hafi játað fyrir þessar ásakanir en hún hafi þó misst ummælin út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Einnig staðfesti Vigfús sjálfur að hótunin hefði verið á þann veg að Guðrún hefði sagt að hún myndi drepa hann ef að hann hefði samband við dóttur hennar aftur og var miðað við það.

Einnig var talið ósannað að Guðrún hefði vakið ótta Vigfúsar. Þá var talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir þar sem augljóst var að hún var í reiðikasti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó