Svona verður opnunin í Bragga Parkinu á morgun

Svona verður opnunin í Bragga Parkinu á morgun

Ný hjólabrettaaðstaða mun opna á Akureyri á morgun. Brettakappinn Eiríkur Helgason hefur undirbúið opnunina í rúmt ár. Fyrstu dagana verður boðið upp á fría kynningaropnun fyrir gesti.

Sjá einnig: Ný brettaaðstaða á Akureyri opnar á mánudaginn

Eiríkur hefur nú birt skipulag fyrir opnunradaginn á Facebook-hópnum Bragga Parkið en það þarf að huga að ýmsu vegna fjöldatakmarkanna.

Húsið opnar klukkan 14:00 fyrir einstaklinga yngri en 16 ára og verður opið til 18:00. Fyrir einstaklinga yngri en 16 ára er hjálmaskylda. Frá 18:00 til 22:00 verður opið fyrir einstaklinga 16 ára og eldri. Eiríkur mælir með því að allir noti hjálm í húsinu.

Aðstaðan er eingöngu ætluð hjólabrettum, venjulegum hlaupahjólum, línuskautum og BMX hjólum.

“Svo vill ég biðja alla um ad fara varlega í byrjun og sýna öllum tillitsemi á meðan allir kynnast parkinu.Þetta er aðstaða sem er komin til að vera þannig að þið þurfið ekki að reyna ná öllum trikkunum á fyrsta degi,“ skrifar Eiríkur á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó