Gæludýr.is

Sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: akureyri.net

Maður var dæmdur í héraðsdómi Norðurlands eystra 19. júní sl. í sex mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum fíkniefna. Honum var einnig gert að greiða 320.015 krónur í sakarkostnað. Maðurinn var tekinn á bifreið sinni aðfaranótt sunnudagsins 30. júlí í fyrra við Krossanesbraut á Akureyri, þar sem mældist bæði kannabisefni og amfetamín í blóðsýni. Viku seinna, þann 6. ágúst var maðurinn aftur tekinn við akstur undir áhrifum fíkniefna og þá mældist einnig kannabisefni og amfetamín í blóðsýni ásamt MDMA.

Tekinn sjö sinnum við akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda

Maðurinn hefur nokkurn sakaferil, meðal annars vegna samskonar brota og hann var kærður fyrir nú. Maðurinn var fyrst sviptur ökuréttindum árið 2009 til tveggja ára fyrir of hraðan akstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var svo aftur sviptur ökuréttindum 2010, og þá ævilangt, ásamt því að vera dæmdur í 3 mánaða fangelsi, en þá ók hann í tvígang sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna. Sama ár var hann síðan dæmdur í 10 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þannig að veruleg meiðsl hlutust af. Árið 2012 var ákærði enn og aftur dæmdur fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti undir áhrifum fíkniefna. Ákærði hefur ekki enn afplánað þá refsingu sem honum var gerð árið 2012 og hafa fyrri dómar ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingarinnar sem hann hlaut í héraðsdómi nú.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó