Sviptur ökuleyfi ævilangt


Maður á fertugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 5. mars sl. fyrir umferðarlagabrot þar sem hann var tekinn við akstur á bifreið undir áhrifum tetrahýdrókannabínólsýru á bílaplani við Kjörbúðina á Skagaströnd þann 18. desember 2017. Samkvæmt framlögðu sakarvottorði á ákærði langan sakarferil að baki en vottorðið ber með sér að hann hafi 15 sinnum frá árinu 2002 hlotið refsidóma og einu sinni gengist undir sátt fyrir margs konar brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og vopnalögum. Síðast var hann dæmdur 23. mars 2015 í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Ákærði játaði sök fyrir dómi og vegna fjölda brota á sakaskrá hans var hann sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó