Svipmyndir frá Mannfólkið breytist í slím

Svipmyndir frá Mannfólkið breytist í slím

Í gær kom út upptaka frá setti og gjörningi listamannsins Pitenz frá tónlistarhátíðinni Mannfólkið breytist í slím 2024. Hátíðin er kennd við útgáfufélagið og listakollektívið MBS sem hefur aðsetur á Akureyri og er óhagnaðardrifið menningarverkefni með sérstaka áherslu á staðbundna jaðar- og grasrótarmenningu. 

Pitenz er og hefur alltaf verið framlenging af rafboðum úr öðru heilahveli Áka Frostasonar framámenni úr röðum MBS samsteypunnar. Rafleiðsla sem öllum er boðið að tengja sig í. Beint streymi. Ekkert Bluetooth. Ekkert AirDrop. Ekkert kjaftæði. 23. október kemur út breiðskífan Kaupinhafn brennur með Pitenz en hún verður aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Pitenz á Spotify:

Sambíó

UMMÆLI