Svifryksmengun yfir sólarhringsheilsuverndarmörk

Svifryksmengun yfir sólarhringsheilsuverndarmörk

Í gær fór svifryksmengun yfir sólarhringsheilsuverndarmörk í loftgæðamælistöðinni við Strandgötu á Akureyri en sólarhringsmeðaltal var 60 µg/m³. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar þar sem segir að búast megi við því að ástandið verði með svipuðu móti í dag og trúlega á morgun líka.

„Akureyrarbær og Vegagerðin rykbinda helstu umferðargötur til að bregðast við ástandinu. Einnig hefur verið unnið að hreinsun gatna síðustu dægrin til að sporna við svifryksmengun,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Þá eru íbúar hvattir til þess að draga úr akstri eins og kostur er. Til dæmis með því að nýta sér almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn, ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni fjölfarinna umferðagatna.

Hægt er að fylgjast með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna við Strandgötu á vefnum loftgæði.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó