Svifryk á Íslandi er aðalega afurð bæjarumferðar en svifryk er einfaldlega örsmáar agnir í andrúmsloftinu sem geta valdið óþægindum hjá fólki ef magnið verður mikið og loftgæði skerðast í kjölfarið. Á heimasíðu Akureyrarbæjar má finna daglegar mælingar sem skrá magn svifryks í andrúmsloftinu. Svifryk af stærðinni PM10 eru mæld við Strandgötuna á Akureyri.
Þess má geta að í gær var svifryk mjög lítið eða 21.71 µg/m3. Í dag er svifrykið hins vegar farið upp um flokk úr lítið skert loftgæði í miðlungs skert og mælist 63.00 µg/m3. Það þýðir að einstaklingar með astma gætu fundið fyrir einkennum í dag við stórar umferðagötur.
Fari svifryk upp fyrir 100 µg/m3 eru loftgæði orðin mjög léleg og mælst með því að einstaklingar með ofnæmi eða alvarlega hjarta- og lungnasjúkdóma haldi sig innan dyra, eða amk fjarri stórum umferðargötum. Það er ekki fyrr en styrkurinn verður meiri en 150 µg/m3 sem að einstaklingar með enga sjúkdóma eða ofnæmi fara að finna fyrir óþægindum. Hægt er að fylgjast með mælingum svifryks á heimasíðu Akureyrarbæjar hér.
UMMÆLI