Sverre er sáttur með árangurinn til þessa

Nú styttist óðum í að Grill 66-deildin hefjist að nýju eftir langt og gott jólafrí en Akureyri Handboltafélag hefur leik á nýju ári næstkomandi föstudagskvöld þegar ÍBV U kemur í heimsókn í Íþróttahöllina.

Akureyri situr í 2.sæti deildarinnar að tíu umferðum loknum, stigi á eftir toppliði KA. Heimasíða félagsins tók Sverre Jakobsson, þjálfara Akureyrar, tali í tilefni af því að boltinn er að byrja að rúlla að nýju. Hann kveðst ánægður með gengi liðsins á fyrri hluta tímabilsins. Viðtalið við Sverre má sjá í heild sinni hér.

,,Í heildina er ég mjög sáttur með árangur drengjanna fram að þessu. Þeir hafa lagt mikið á sig, vilja bæta sig og eru tilbúnir að leggja þá vinnu á sig sem þarf. Á handboltavellinum erum við enn taplausir og erfitt að vera fúll út í þann árangur. Mér finnst við sem lið hafa verið hægt og rólega að aðlagast nýjum hlutverkum og taka á sig þá ábyrgð sem þarf.“

,,Varnarleikurinn hefur heilt yfir verið flottur með markvörslunni en við eigum enn finnst mér inni sóknarlega og erum að vinna hörðum höndum að ná því á betra stig,“ segir Sverre sem segir jafnframt að markmið liðsins séu berjast fyrir sæti í efstu deild.

 

sverre

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó