NTC

Svekkjandi tap Akureyrar í Kaplakrika

Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar. Mynd: akureyri-hand.is

Akureyri Handboltafélag tapaði með minnsta mun fyrir FH þegar liðin mættust í Olís-deild karla í Kaplakrika í gær. Lokatölur 29-28 fyrir FH.

Jafnræði var með liðunum út í gegnum leikinn þó heimamenn hafi leitt leikinn lengstum. Staðan í leikhléi 16-15 fyrir FH. Þeir héldu út og unnu að lokum eins marks sigur. FH tyllti sér þar með í toppsæti deildarinnar en Akureyri er eftir sem áður á botninum.

Mindaugas Dumcius var atkvæðamestur í liði Akureyrar með sjö mörk en þeir Kristján Orri Jóhannsson og Bergvin Þór Gíslason skoruðu sex mörk hvor.

Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 7, Kristján Orri Jóhannsson 6, Bergvin Gíslason 6, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Friðrik Svavarsson 3, Igor Kopyshynskyi 1, Róbert Sigurðsson 1.

Tomas Olason varði fimm skot í marki Akureyrar og Arnar Þór Fylkisson tvö.

Markaskorarar FH: Einar Rafn Eiðsson 8, Jóhann Birgir Ingvarsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Þorgeir Björnsson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Ágúst Birgisson 3.

Birkir Fannar Bragason varði sjö skot í marki FH og Ágúst Elí Björgvinsson 4.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó