Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar hvetur til opnunar neyðarbrautarinnar

 

Sjúkraflug

Sjúkraflug

Sveitastjórn Eyjafjarðasveitar senti frá sér ályktun í vikunni þar sem Borgarstjórn Reykjavíkur er hvött til að opna tafarlaust aftur NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli á meðan ekki hafi fundist önnur lausn.

Í ályktuninni er sagt að öllum megi vera ljóst að lending á neyðarbrautinni hafi skipt sköpum varðandi sjúkraflugi oft upp á líf eða dauða. Lokun brautarinnar sé ógn við öryggi og heilsu þeirra sem búa og starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig að þetta málefni sé ekki einkamál Borgarstjórnar Reykjavíkur.

Ályktunina má sjá í heild sinni hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó