Gæludýr.is

Sveitarfélagið Skagafjörður býður frítt opið internet á völdum stöðum

Sveitarfélagið Skagafjörður býður frítt opið internet á völdum stöðum

Skagfirðingum og gestum gefst nú tækifæri til þess að tengjast internetinu án endurgjalds á völdum almenningsstöðum innan sveitarfélagsins.

Þessir staðir eru:

  • Sundlaugin í Varmahlíð
  • Glaumbær
  • Íþróttahúsið á Sauðárkróki
  • Sundlaugin á Sauðárkróki
  • Safnahúsið
  • Ráðhúsið
  • Gamla Tengilshúsið (Aðalgata 24)
  • Sundlaugin á Hofsósi

Hægt er komast í opið netsamband á svæðum í kringum þessar tengingar. Svæðið frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki að enda Aðalgötu er því nánast komið í opið netsamband sem og svæðið í Glaumbæ og í kringum sundlaugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð.

Verkefnið WIFI4EU – Free Wifi for Europeans er verkefni á vegum Evrópusambandsins sem styrkir uppsetningu á opnu þráðlausu netsambandi (free hotspot) í opinberu rými (almenningsrými) fyrir íbúa sveitarfélaga. Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um í sjóðinn og hlaut styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi eins og áður hefur verið tilkynnt á vefsíðu sveitarfélagsins.  

Með uppsetningu netsins við valin almenningssvæði bætist Sveitarfélagið Skagafjörður í hóp tæplega 30 þúsund borga og bæja um gjörvalla Evrópu sem bjóða opið internet.

Vinnu við uppsetningu þráðlausa netsins hefur nú verið lokið. Einungis þarf að opna netið WiFi4EU í snjalltækinu og notendur fá gjaldfrjálsan aðgang að internetinu.

Frétt: Trölli.is

VG

UMMÆLI

Sambíó