Sveinn Óli og Kristinn Þór í úrvalsliði 2.deildar – Sæþór efnilegastur

Kristinn Þór skoraði 16 mörk í sumar

Fótboltavefurinn fotbolti.net stóð fyrir vali á úrvalsliði og bestu leikmönnum 2. deildar í knattspyrnu. Magni Grenivík tryggði sér sæti í Inkasso deildinni ásamt Njarðvík.

Tveir leikmenn úr liði Magna voru valdir í úrvalslið 2.deildar, það voru þeir Sveinn Óli Birgisson og Kristinn Þór Rósbergsson. Sveinn Óli er varnarmaður og hefur spilað frábærlega í hjarta varnarinnar hjá Magna undanfarin ár. Kristinn Þór spilar sem framherji og gekk til liðsins frá Þór Akureyri árið 2016. Kristinn skoraði 16 mörk í 20 leikjum í sumar.

Sæþór Olgeirsson leikmaður Völsungs var einnig valinn í liðið og þá var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Sæþór sem er einungis 19 ára var markahæsti leikmaður deildarinnar í sumar með 23 mörk.

Þá voru þeir Hjörtur Geir Heimisson og Lars Óli Jessen leikmenn Magna valdir á varamannabekk úrvalsliðsins.

Liðið í heild sinni og umfjöllun má sjá á Fótbolti.net.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó