Knattspyrnumaðurinn Sveinn Óli Birgisson hefur gengið til liðs við Þór. Hann skrifaði undir samning við félagið fyrr í vikunni en hann hefur spilað með Magna frá Grenivík undanfarin ár.
Framherjinn Jóhann Helgi Hannesson framlengdi þá samning sinn við félagið. Jóhann Helgi og Sveinn Óli ólust báðir upp hjá Þór og spiluðu saman upp allra yngri flokka.
Sveinn Óli lék 21 leik fyrir Þór í deild og bikar á árunum 2007 til 2010 en árið 2011 gekk hann til liðs við Dalvík/Reyni. Hann gekk svo til liðs við Magna sumarið 2015. Samtals á hann 173 meistaraflokksleiki að baki í íslenskri knattspyrnu.
Jóhann Helgi er reynslumikill leikmaður sem á að baki 238 leiki fyrir meistaraflokk Þórs og þrettán leiki fyrir Grindavík..
UMMÆLI