Sveinn Leó nýr aðstoðarþjálfari Þórs

Sveinn Leó nýr aðstoðarþjálfari Þórs

Þórsarar réðu á dögunum nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu þegar Þorlákur Árnason samdi við liðið til þriggja ára.

Þórsarar hafa nú ráðið Svein Leó Bogason honum til aðstoðar, en Sveinn hefur undanfarin fjögur ár þjálfað annan flokk félagsins með góðum árangri. Sveinn tók við öðrum flokknum í B deild en kom liðinu upp í A deild 2020 og hélt því þar nú í sumar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó