NTC

Sveinbjörn Pétursson kallaður inn í landsliðið

a-sveinbjorn
Geir Sveinsson, þjálfari A landsliðs karla í handbolta, hefur bætt markverðinum Sveinbirni Péturssyni úr Stjörnunni í æfingahóp landsliðsins fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu.

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður hefur glímt við meiðsli undanfarið og ljóst er að hann getur ekki tekið þátt í æfingum landsliðsins á komandi viku.

Sveinbjörn sem er Akureyringur og uppalinn Þórsari, lék nokkur tímabil með Akureyri Handboltafélag áður en hann hélt út til Þýskalands þar sem hann lék undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hja Aue. Sveinbjörn snéri nýverið heim til Íslands og leikur nú með Stjörnunni og hefur farið á kostum í deildinni í vetur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó