Svartar fjaðrir – Gestaboð í Hofi

Sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00 mun fara fram menningardagskrá í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í tilefni 100 ára útgáfuafmælis fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar Svartar fjaðrir.

Viðburðurinn, sem ber heitir Svartar fjaðrir – Gestaboð í Hofi, er samstarfsverkefni þriggja menningarstofnana á Akureyri: Amtsbókasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hof og Minjasafnsins á Akureyri.

Í gestaboðinu verður sungið og spjallað og gestgjafinn María Pálsdóttir ,leikkona og frumkvöðull, býður ýmsum gestum til stofu til að ræða líf og list skáldsins frá Fagraskógi, en útgangspunkturinn er ljóðabókin Svartar fjaðrir. Auk þess mun tónlistarfólk koma fram og leika gömul sem frumsamin lög við ljóð Davíðs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó