Framsókn

Surtsey – Mávaból í Hofi

Surtsey – Mávaból í Hofi

Myndlistarkonan Þórunn Bára Björnsdóttir opnar sýninguna Surtsey – Mávaból í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 11. janúar. 

Þórunn Bára Björnsdóttir er fædd 1950 og hefur verið virk í íslenskri myndlist síðastliðinn áratug. Hún lauk listnámi frá listaháskólanum í Edinborg og Wesleyjan háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið sýningar árlega, ýmist á Íslandi eða erlendis. Þórunn Bára hefur vinnustofu á Grenimel 21 í Reykjavík þar sem verk hennar eru til sýnis og sölu en einnig til sölu á Gallerí Fold í Reykjavík.

Verkunum, sem sýnd verða í Hofi, er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerfinu svo sem fléttum og mosum. En einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um. Með því að gefa gróðri jarðar gaum verður okkur ljós sú fegurð og viska sem í náttúrunni býr sem er mannbætandi. Við höfum skyldur við náttúruna sem einstaklingar og  samfélag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó