Super Break fjölgar flugum til Akureyrar frá Bretlandi næsta vetur

Mynd: Akureyrarbær.

Eins og Kaffið greindi frá í haust ætlar breska ferðaskrifstofan Super Break að bjóða upp á sérstakar norðurljósaferðir þar sem flogið verður beint til Akureyrar frá Bretlandi. Þegar salan á þessum 3-4 nátta pakkaferðum hófst í sumarlok stóð til að bjóða upp á 8 ferðir frá átta mismunandi flugvöllum í Bretlandi en þeim hefur fjölgað upp í fjórtán vegna mikillar eftirspurnar. Allar ferðirnar eru nú þegar uppseldar en í heildina verða 2577 farþegar á leiðinni til Akureyrar.

Í morgun boðaði ferðaskrifstofan enn frekari aukningu á flugum til Akureyrar frá Bretlandi þar sem það stendur til næsta vetur að verða með 22 flug til Akureyrar, með möguleika á því að fjölga þeim upp í 36 ef sala gengur vel líkt og hún hefur gert hingað til.

Þetta þýðir gríðarleg aukning í veltu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi en reiknað er með því að bara með þeim farþegum sem koma hingað í byrjun árs 2018 hækki heildarveltan um 15-20 prósent.

Ferðaskrifstofan Super Break ætlaði sér upprunalega aðeins að bjóða upp á flug frá Bretlandi til Akureyrar en reiknar nú með því að bjóða einnig upp á flug frá Akureyri til Bretlands fyrir heimamenn. Þeim óraði ekki fyrir því að það væri eftirspurn eftir því en hún er svo sannarlega til staðar og því ætla þeir að mæta henni. Þetta er haft eftir Hjalta Pál Þórissyni í viðtali við Ríkisútvarpið.

Sjá einnig:

Rúmlega 2500 bretar á leiðinni til Akureyrar í ársbyrjun

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó